Nú er eins og flestir vita kynbótasýning í fullum gangi upp á Hólum. Er þar margt góðra hrossa eins og tölur sýna. Vildum við bara rétt svo benda fólki á hvenær yfirlitssýningin yrði til að fólk gæti skellt sér í góðan bíltúr í Hóla og litið á þessa stólpagripi.

Yfirlitssýning verður á fimmtudag og föstudag. Hún hefst kl. 8:00 á fimmtudag þar sem byrjað verður á elstu hryssum og endað á 4. vetra hryssum. Áætluð lok á yfirliti þann dag er um kl. 17.

Á föstudag heldur yfirlit áfram kl. 8:00 þar sem stóðhestar og geldingar koma fram. Áætluð lok á yfirliti er um kl. 12.

Deila færslu