logoid.jpg
Um nýtt félagsmerki Hestamannafélagsins Skagfirðings.
logoid

Eins og þið félagsmenn hafi tekið eftir er komið þetta fína félagsmerki hestamannafélagsins okkar hér á heimasíðuna. 
Fannst mér við hæfi að kynna aðeins þann sem hannaði og teiknaði þetta merki fyrir okkur.

Heitir hann Tómas Jónsson og er 
grafískur hönnuður og ljósmyndari auk þess að standa í bókaútgáfu. 
Og er hann með fyrirtæki sem heitir Kvika og var stofnað árið 2002. 
Ef fólk vill skoða nánar um Tómas og fyrirtæki hans er þeim bent á heimasíðu hans sem er 
http://www.kvika2.is.

Einnig er gaman að lesa hvernig hugmynd og teikning urðu til og er eftirfarandi  texti eftir Tómas sjálfan. 
Markmið mitt var að teikna ungan og orkumikinn hest sem öllum gæti fundist fallegur. 
Fasmikill, sjálfsöruggur og geislandi af gleði. Mig langaði til að fanga augnablikið þegar hann stekkur framhjá. 
Til þess valdi ég að nota sporöskjulaga ramma, sem gerir merkið óhefðbundið og sérstakt. 
Sameiningartákn Skagfirðinga er auðvitað Drangey og situr hún ásamt Kerlingu í merkinu næst nafni félagsins. 
Litirnir eru brúnir jarðarlitir í nafninu og rammanum og svo tveir bláir litir og tákna þeir hafið og himininn 
sem er yfir og allt um kring í Skagafirði.



Viljum við þakka Tómasi fyrir velunnin störf og verðum við dugleg að koma þessu merki okkar með 
stolti á sem flesta staði.

Deila færslu