Forkeppni í ungmennaflokki er lokið og stóðu okkar snillingar sig frábærlega eins og allir
Íslendingar í dag.
Finnbogi Bjarnason og Blíða frá Narfastöðum fengu 8,40 og 20. sætið.
Ásdís Ósk og Koltinna frá Varmalæk fengu líka 8,40 og enduðu í 22.sæti
Rósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum fengu 8,38 og 24.sætið
Sonja Sigurgeirsdóttir og Jónas frá Litla-Dal fengu líka 8,38 og enduðu sömuleiðis í 24.sæti.

Þetta er frábær árangur og eru Skagfirðingsfélagarnir sannarlega að standa sig vel
á heimavelli.

Á morgun mæta kanónurnar okkar í A-flokknum og hefst forkeppnin klukkan 8 í fyrramálið

Deila færslu