18869719_10211407660781622_1482769362_o.jpg

Börnin eru framtíðin 

Í vetur hafa 47 krakkar stundað reiðnámskeið á vegum hestamannafélagsins, ýmist í reiðhöllinni á Sauðárkróki, Varmalæk og á Hofi Hofðaströnd. 

Helgarstarfið var á sínum stað og voru það 6 helgar sem var kennt á Króknum og á Hofi.

Í vetur luku 10 manns knapamerki 1 á Króknum og 15 á Varmalæk.
Nú undir vorið voru 3 sem tóku próf í knapamerki 3 og 6 sem tóku knapamerki 2 
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn í prófunum. 

18869719 10211407660781622 1482769362 o

Knapamerki 1. Daníel Helgason, Sigríður Gunnarsdóttir, Linda Jónsdóttir, Pétur Grétarsson, Kristinn Örn, Almar Atli,
Þórgunnur Þórarinsd, Heiðrún Ýr og Halla Margrét. 


18869952 10211407660501615 25445438 o

Knapamerki 2 Daníel Helgason, Linda Jónsdóttir, Pétur Grétarsson, Almar Atli og Heiðrún Ýr. Á myndina vantar Sigfríði Jódísi 

18928178 10211407658301560 862785278 n

Knapamerki 4 Herjólfur Hrafn og Stefanía Sigfúsdóttir á myndina vantar Jódísi Helgu

Hefð hefur verið fyrir því að færa börnum í vetrarstarfinu þáttökugjafir, og fengu allir stallmúla
í félagslit og merkta Skagfirðing.

18948629 10211407658701570 1904442311 o
18926312 10211407662781672 1599169989 o

VÍS styrkti æskulýðsstarfið um hjálma, og fengu þeir sem luku knapamerki 1 prófi Casco Mistrall 2 hjálma. kunnum við þeim okkar bestu þakkir. 

SALTKAUP færði æskulýðsdeild Skagfirðings kennslubúnað að gjöf. Búnaðurinn kemur sér mjög vel til kennslu bæði innandyra og úti. Kennarinn er þá tengdur við 6 nemendur í senn og kemur skilaboðum beint til þeirra. 
18622866 120332000863227044 711237754 n

saltkaup logo

Deila færslu