Umræðupartý_-_banner_fyrir_fésið.png

Umræðupartý banner fyrir fésið

Ungmennaráð UMFÍ býður í umræðupartý föstudaginn 3. febrúar kl. 17:00 – 20:00 í þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Ertu með hugmynd hvernig hægt er að fá fleiri til þátttöku? Hvernig forvarnaverkefni myndir þú taka mark á?
Finnst þér félagið þitt starfa á nútímalegan hátt?

Ungmennaráð UMFÍ sér um að stýra stuðinu.
Til þess að poppa partýið upp verður brugðið á leik þar sem heppnir þátttakendur geta unnið glæsileg verðlaun frá 66°Norður. Partýinu líkur svo á hamborgaraveislu á Hard Rock veitingastað.

Það kostar ekkert að taka þátt. Evrópa unga fólksins styrkir partýið þannig að hægt er að fá styrk fyrir ferðakostnaði.

Ekki hika – skráðu þig strax í dag og komdu þínum skoðunum á framfæri. Skráningafrestur er til 1. febrúar nk.

Ungt fólk á aldrinum 16 – 30 ára er sérstaklega hvatt til þátttöku. Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku og eiga samtal við yngri kynslóðina.

Til viðbótar minnum við á hitting framkvæmdastjóra og starfsmanna félaga sem jafnframt fer fram föstudaginn 3. febrúar. Rafræn könnun var send út til sambandsaðila fyrir jól þar sem leitað var eftir áhuga á viðfangsefni hittingsins. Markaðsmál og samskiptamiðlar fengu flest atkvæði. UMFÍ hefur því fengið til liðs við sig sérfræðinga á þessu sviði til þess að fjalla um þau málefni. Skráningar ganga vel en við getum enn tekið á móti fleirum. Sjá dagskrá í viðhengi.

Smelltu hér til þess að skrá þig, https://docs.google.com/forms/d/1cmR10_LcffWBoHHEA4_3Ff_XT2-Sm9Zcf_2-cVikI9Q/viewform?edit_requested=true  

bæði á hitting framkvæmdastjóra og í umræðupartý UMFÍ.

Við hjá UMFÍ hlökkum til þess að hitta þig og ungmenni frá þínu félagi. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er um að gera að slá á þráðinn í síma 568 2929 eða senda línu á netfangið ragnheidur@umfi.is 

Fyrir hönd UMFÍ og ungmennaráðs UMFÍ,
Ragnheiður og Aðalbjörn formaður ungmennaráðs UMFÍ.

Ragnheiður Sigurðardóttir
Landsfulltrúi

Deila færslu