Námskeið Æskulýðsnefndar

Vikustarf er námskeið sem hugsað er fyrir krakka 10 ára og eldri. Námskeiðið var kennt á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 18:00. Hver tími er 30 mínútur. Námskeiðið er samsett af bóklegum tímum, verklegum hóptímum, paratímum og einkatímum.

Helgarstarfið okkar er námskeið sem er hugsað fyrir krakka frá tveggja ára aldri til 10 ára. Námskeiðið er kennt á laugardagsmorgnum frá kl. 10:00 og er hver tími 30 mín. Námskeiðið er samsett af verklegum og bóklegum tímum.

Keppnisþjálfun er námskeið fyrir krakka eldri en 10 ára og ætla sér á keppnisbrautina og/eða vilja þjálfa sig í nákvæmari og agaðri reiðmennsku, ásamt því að þjálfa hestinn sinn markvisst með gangskiptingar, þjálni og jákvæðni að leiðarljósi. Kennslan er annars vegar bóklegir tímar og hinsvegar verklegir einkatímar, ásamt því að fara í heimsóknir á ræktunarbú, fá sýnikennslur og hlusta á fyrirlestra.