Uppskeruhátíð UMSS – Finnbogi þjálfari ársins

Árleg uppskeruhátíð UMSS var haldin 19. desember þar sem lið ársins, þjálfari ársins og íþróttamaður ársins eru útnefnd. Þjálfari ársins er Finnbogi Bjarnason, sem er einn efnilegasti reiðkennari landsins og hefur náð góðum árangri með nemendur sína. Við erum heppin að hafa þjálfara eins og Finnboga innan félagsins og sem reiðkennara ungu krakkana okkar Bjarni […]

Reiðkennari ársins – Finnbogi Bjarnason

Reiðkennari ársins 2024 á Íslandi (FEIF trainer of the year) – Finnbogi Bjarnason Finnbogi er fæddur og uppalinn í hestamennsku í Skagafirði þar sem hann er búsettur en hann útskrifaðist með BSc í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum árið 2020. Í umsögn um Finnboga stendur: Finnbogi starfar sem reiðkennari og við þjálfun hrossa […]

Uppskeruhátíð Skagfirðings 2024

Uppskeruhátíð Skagfirðings fór fram í gær, sunnudag þar sem knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir. Hér fyrir neðan má lesa um útnefnda knapa í hverjum flokki ásamt hluta af þeirra árangri í sumar. Árið 2024 var gott ár hjá Bjarna Jónassyni en hann var útnefndur KNAPI ÁRSINS hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi 2024.  Hann átti góðu gengi […]

Gullmerkjahafar LH 2024 – Jónína og Guðmundur

Landsþing LH fer nú fram í Borgarnesi þar sem veitt voru gullmerki LH. Tveir félagsmenn Skagfirðings voru meðal þeirra átta sem fengu merkið í ár en það voru þau Jónína Stefánsdóttir og Guðmundur Sveinsson. Stjórn Skagfirðings óskar þeim innilega til hamingju og þakkar þeim í leiðinni kærlega fyrir störf sín fyrir okkur hestamenn. Jónína Stefánsdóttir […]

Árangur knapa í keppni óskast

Skagfirðingur óskar eftir upplýsingum um árangur félagsmanna á íþróttamótum, gæðingamótum og skeiðgreinum á árinu 2024 í öllum flokkum. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2024 í eftirfarandi flokkum: *Knapi ársins í barnaflokki*Knapi ársins í unglingaflokki*Knapi ársins í ungmennaflokki*Knapi ársins í áhugamannaflokki*Íþróttaknapi ársins*Gæðingaknapi ársins*Skeiðknapi ársins*Knapi ársins Árangursupplýsingar skulu sendast á netfangið itrottamot@gmail.com fyrir 1.október. […]

Námskeið Skagfirðings fyrir börn, unglinga og ungmenni

Námskeið Skagfirðings fyrir börn, unglinga og ungmenni Almennt reiðnámskeið fyrir yngri félagsmenn – Haust’24 Almennt reiðnámskeið fyrir polla og börn verður kennt á laugardögum á haust -og vorönn. Námskeiðið er fyrir knapa tíu ára og yngri eða knapa með litla reynslu. Reiðkennarar: Gloria Kucel, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Kristófer Darri Sigurðsson Námskeiðið er hópaskipt og […]

Ráðning yfirreiðkennara Skagfirðings

Æskulýðsdeild hestamannafélagsins Skagfirðings hefur gengið frá ráðningu yfirreiðkennara félagsins. Unnur Rún Sigurpálsdóttir hefur verið ráðin í starfið en hún er uppalin í Skagafirði og er menntaður reiðkennari & þjálfari frá Háskólanum á Hólum auk diplómunáms í viðburðastjórnun. Hlutverk yfirreiðkennara Skagfirðings er að vera með faglega umsjón með skipulagningu og mótun á afreksstarfi félagsins, hafa yfirumsjón […]

Félagsmót Skagfirðings 2024

Félagsmót Skagfirðings verður haldið 24.ágúst Greinar sem í boði verða: B-flokkur, A-flokkur, B-flokkur áhugamanna, A-flokkur áhugamanna, B-flokkur ungmenna, A-flokkur ungmenna, unglingaflokkur, barnaflokkur, gæðingatölt opinn flokkur (opinn öllum félagsmönnum – heitir þó fullorðinsflokkur í kerfinu) og pollaflokkur. Skráning á Sportfengur.com – Síðasti skráningardagur er þiðjudaginn 20.ágúst kl. 20:00 — Félagsmótið er lokað mót (einungis fyrir félagsmenn/hest […]

Fréttir frá Landsmóti

Helgin á Landsmóti! Föstudagur Skeið fór fram seinnipart dags þar sem Skagfirðingur átti tvo fulltrúa. Daniel Gunnarsson og Skálmöld frá Torfunesi fóru á feikigóðum tíma 14.21 og þriðja sæti. Sigurður Heiðar og Hrina frá Hólum áttu flottan sprett og fóru á tímanum 14.55 og sjöunda sæti. Um kvöldið fór fram sýning ræktunarbúa þar sem þrjú […]