Landsþing LH 2020

Landsþing LH var haldið um síðustu helgi og að þessu sinni var það rafrænt sökum ástands í þjóðfélaginu. 10 fulltrúar frá Skagfirðingi sátu þingið og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttöku sína og vinnu á þinginu. Formannskosning og stjórnarkosning fór fram á laugardeginum en það var Guðni Halldórsson sem fór með sigur í þeim og […]

Ingimar Ingimarsson sæmdur Gullmerki LH

Stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson Gullmerki samtakana í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson m.a.: Ingimar Ingimarsson frá Flugumýri Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem […]

Landsmót 2026 haldið á Hólum í Hjaltadal

Laugardaginn 21. nóvember skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf, Hestamannafélagssins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps undir samning um að Landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Elvar Einarsson er formaður hestamannafélagsins Skagfirðings en hann undirritaði samninga fyrir hönd síns félags. Aðstaðan á Hólum þykir góð og þar er mikið hesthúspláss en Brúnastaðahúsið eitt […]

Skipulag á hesthúsabyggingum

Á meðfylgjandi skrám má sjá skipulag á nýjum hesthúsabyggingum í hesthúsahverfinu við Sauðárkrók. Ekki hefur verið hægt að halda kynningarfund vegna Covid en óskir hafa komið um að byggja á þessu svæði frekar en að halda áfram til austurs. Áhugasamir geta haft samband á info@skagfirdingur.is fyrir nánari upplýsingar. -Stjórn Skagfirðings

Trygging fyrir börn, unglinga og ungmenni í leik og starfi

Vátryggingamiðlunin Tryggja býður í samstarfi við Lloyd‘s tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Foreldrar barna í íþróttum sem kaupa þessa tryggingu geta tilgreint íþróttafélagið sem barnið stundar sína íþrótt hjá og þá fær félagið kr. 1.000 […]

Eiðfaxaáskrift og styrkur til æskulýðsdeildar í leiðinni!!

Eiðfaxi er tímarit hestamanna og eini prentmiðillinn á Íslandi sem snýst bara um hestamennsku. Efnistökin eru fjölbreytt enda eru áhugasviðin innan hestamennskunnar mörg og aldursbilið breitt. Sögunum af fólkinu sem við hittum viljum við koma til þín. Í Eiðfaxa. Fjórum sinnum á ári og að auki fá áskrifendur ávísun fyrir Stóðhestabók Eiðfaxa sem kemur út […]