Efri mýrar hólfið

Frá hverfisnefnd: Efri mýrar hólfið fyrir aftan reiðhöllina opnar laugardaginn 7.maí. Hólfið verður opið í sumar föstudag-sunnudagskvöld og rauða daga. Hestar sem eru á sköflum eru bannaðir.

WR Hólamót, UMSS og Skagfirðings 20.-22.maí

WR Hólamót, UMSS og Skagfirðings verður haldið dagana 20-22 maí á Hólum í Hjaltadal. Greinar sem í boði verða:Barnaflokkur:Tölt T3Fjórgangur V2. Unglingaflokkur:Tölt T1 T4Fjórgangur V1Fimmgangur F2, Ungmennaflokkur:Tölt T1 T2Fjórgangur V1Fimmgangur F1Gæðingaskeið100m skeið OpinnflokkurTölt T1 T2Fjórgangur V1Fimmgangur F1Gæðingaskeið100m skeið150 og 250m skeið Nánari upplýsingar koma síðar.

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldinn miðvikudaginn 16. mars 2022 kl 18:30 í Tjarnabæ. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í fundarhléi.Félagsmenn eru hvattir til að mæta.Kveðja stjórnin

LH – félagi ársins

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Óskað er eftir að hvert og eitt hestamannafélag tilnefni félaga ársins innan sinna raða og sendi tilnefninguna til LH ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Einnig hvetjum við félögin til að verðlauna þann einstakling sem verður fyrir […]

Titilhafar Skagfirðings 2021

Eftirfarandi eru titilhafar hjá hestamannafélaginu Skagfirðingi árið 2021. Stjórn Skagfirðings óskar knöpum til hamingju með árangurinn á árinu sem er að líða – Við þökkum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir hestamannafélagið Skagfirðing á árinu, kringum alla viðburði félagsins. Án ykkar væri þetta ekki mögulegt. Knapi ársins 2021 er Mette Mannseth en Mette átti […]

Keppnishestabú ársins 2021

Þúfur í Skagafirði, Mette Mannseth og Gísli Gíslason Keppnishestabú ársins 2021 er Þúfur í Skagafirði „Að Þúfum í Skagafirði rækta þau Gísli Gíslason og Mette Mannseth afrekshross í fremstu röð og hafa gert um árabil. Hross frá þeim voru í úrslitum í öllum hringvallargreinum á Íslandsmótinu með knöpum sínum en það voru þau Skálmöld, Kalsi, […]

Efnilegast knapi ársins 2021

Nú á dögunum var verðlaunahátið Landssambands Hestamnna haldin þar sem skagfirðingurinn Guðmar Freyr Magnússon var kjörinn efnilegasti knapi ársins. Guðmar átti gott ár bæði á keppnisbrautinni þar sem keppti fyrir hönd hestamannafélagsins Skagfirðings og á kynbótavellinum en í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram: „Guðmar Freyr Magnússon stóð sig afar vel á árinu. Hann varð Íslandsmeistari […]

Uppskeruhátíð – Æskulýðsdeild

Æskulýðsdeild Skagfirðings veitti í dag viðurkenningar í polla-, barna- og unglingaflokki fyrir keppnisárið 2021. Nýjir farandbikarar voru teknir í notkun í ár og eru kostendur þeirraHrossaræktunarbúið Syðra Skörðugil fyrir barnaflokk og Höfðaströnd ehf fyrir unglinaflokk, en þau gáfu bikarinn í minningu Símonar Inga Gestssonar. Þakkar æskulýðsdeildin þeim kærlega fyrir stuðninginn. Krakkarnir í pollaflokki stóðu sig […]