Árangur knapa í keppni óskast

Skagfirðingur óskar eftir upplýsingum um árangur félagsmanna á íþróttamótum, gæðingamótum og skeiðgreinum á árinu 2024 í öllum flokkum. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2024 í eftirfarandi flokkum: *Knapi ársins í barnaflokki*Knapi ársins í unglingaflokki*Knapi ársins í ungmennaflokki*Knapi ársins í áhugamannaflokki*Íþróttaknapi ársins*Gæðingaknapi ársins*Skeiðknapi ársins*Knapi ársins Árangursupplýsingar skulu sendast á netfangið itrottamot@gmail.com fyrir 1.október. […]

Námskeið Skagfirðings fyrir börn, unglinga og ungmenni

Námskeið Skagfirðings fyrir börn, unglinga og ungmenni Almennt reiðnámskeið fyrir yngri félagsmenn – Haust’24 Almennt reiðnámskeið fyrir polla og börn verður kennt á laugardögum á haust -og vorönn. Námskeiðið er fyrir knapa tíu ára og yngri eða knapa með litla reynslu. Reiðkennarar: Gloria Kucel, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Kristófer Darri Sigurðsson Námskeiðið er hópaskipt og […]

Ráðning yfirreiðkennara Skagfirðings

Æskulýðsdeild hestamannafélagsins Skagfirðings hefur gengið frá ráðningu yfirreiðkennara félagsins. Unnur Rún Sigurpálsdóttir hefur verið ráðin í starfið en hún er uppalin í Skagafirði og er menntaður reiðkennari & þjálfari frá Háskólanum á Hólum auk diplómunáms í viðburðastjórnun. Hlutverk yfirreiðkennara Skagfirðings er að vera með faglega umsjón með skipulagningu og mótun á afreksstarfi félagsins, hafa yfirumsjón […]

Félagsmót Skagfirðings 2024

Félagsmót Skagfirðings verður haldið 24.ágúst Greinar sem í boði verða: B-flokkur, A-flokkur, B-flokkur áhugamanna, A-flokkur áhugamanna, B-flokkur ungmenna, A-flokkur ungmenna, unglingaflokkur, barnaflokkur, gæðingatölt opinn flokkur (opinn öllum félagsmönnum – heitir þó fullorðinsflokkur í kerfinu) og pollaflokkur. Skráning á Sportfengur.com – Síðasti skráningardagur er þiðjudaginn 20.ágúst kl. 20:00 — Félagsmótið er lokað mót (einungis fyrir félagsmenn/hest […]

Fréttir frá Landsmóti

Helgin á Landsmóti! Föstudagur Skeið fór fram seinnipart dags þar sem Skagfirðingur átti tvo fulltrúa. Daniel Gunnarsson og Skálmöld frá Torfunesi fóru á feikigóðum tíma 14.21 og þriðja sæti. Sigurður Heiðar og Hrina frá Hólum áttu flottan sprett og fóru á tímanum 14.55 og sjöunda sæti. Um kvöldið fór fram sýning ræktunarbúa þar sem þrjú […]

Fulltrúar Skagfirðings á LM 2024

Hér má sjá hvaða hross/knapar verða fulltrúar Skagfirðins í gæðingakeppni á Landsmóti Hestamanna í Reykjavík í sumar: A-flokkur Þráinn frá Flagbjarnarholti & Þórarinn Eymundsson 8,82 Spennandi frá Fitjum og Bjarni Jónasson 8,69 Einir frá Enni og Finnbogi Bjarnason 8,68 Lokbrá frá Hafsteinsstöðum og Skapti Steinbjörnsson 8,66 Kjuði frá Dýrfinnustöðum & Björg Ingólfsdóttir 8,65. * Í […]

ÚRTAKA SKAGFIRÐINGS A- OG B-FLOKKUR

Skráning er hafin í úrtöku Skagfirðings í A- og B-flokki sem fer fram á Sauðárkróki 1.-2.júní. Riðnar verða tvær umferðir og engin úrslit verða. Skráningar í Sportfeng: Fyrri umferð – Úrtaka Skagfirðings A- og B-flokkur Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 29. maí. Seinni umferð – Úrtaka Skagfirðings A- og B-flokkurSkráningu lýkur klukkan 22:00 laugardaginn 1.júní […]

Lokamót – Skagfirska mótaröðin

Lokamótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið í dag þar sem keppt var í gæðingakeppni, tölti og skeiði en hér að neðan eru úrslit dagsins: A-flokkur / Meistaraflokkur 1 Elva frá Miðsitju og Unnur Sigurpálsdóttir 8,44 2 Kvistur frá Reykjavöllum og Herjólfur Hrafn Stefánsson 8,44 3-4 Snælda frá Syðra-Skörðugili og Elvar Einarsson 8,39 3-4 Hera frá […]

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Skagfirðings verður haldinn í Tjarnarbæ þann 26. mars 2024 klukkan 20:30. Dagskrá aðalfundar er: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári. 4. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins ásamt skýrslu skoðunarmanna og leggur reikninga fram til samþykktar. 5. Ákvörðun um það hvernig […]

Félagsaðila og þátttaka á mótum 2024

Á heimasíðu LH er góð samantekt fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum í sumar https://www.lhhestar.is/…/felagsadild-og-thatttaka-i-motum Vakin er athygli á því að einungis þeir sem eru skráðir í Hestamananfélagið Skagfirðing við starfsskýrsluskil þann 15. apríl geta öðlast þátttökurétt á Landsmóti í sumar. Keppandi getur aðeins tekið þátt í mótum í nafni eins félags […]