Frá Kvennanefnd – Komandi viðburðir

Microbar hittingur fyrir konur 10.mars Kennsluhelgi fyrir konur með Birnu Tryggva 18.-19.mars í Hrímnishöllinni Kvennatölt 13.apríl Kvennareið 10.-11.júlí austan vatna Kvennakvöld 20.október Hver viðburður verður auglýstur þegar nær dregur Kær kveðja kvennadeild Skagfirðings

Fjórðungsmót 2017

Framkvæmdastjórn Fjórðungsmóts Vesturlands 2017 í Borganesi býður hestamannafélaginu Skagfirðingi að taka þátt í Fjórðungsmótinu dagana 28. júni – 2. júlí 2017. Mótið verður með svipuðu fyrirkomulagi og mótið 2013 nema það verður haldið á nýjum stað þ.e. í Borgarnesi en ekki á Kaldármelum. Hvert félag hefur rétt til að senda einn keppanda fyrir hverja 50 […]

Uppskeruhátíð UMSS 2016

Skagfirðingur átti þrjá glæsilega fulltrúa í þessum hóp ungra og efnilegra á uppskeruhátið UMSS sem var haldin í lok desember. Þetta voru þau Júlía Kristín Pálsdóttir, Freydís Þóra Bergsdóttir og Herjólfur Hrafn Stefánsson. Þórarinn Eymundsson var glæsilegur fulltrúi hestamanna tilnefndur til íþróttamanns ársins í Skagafirði.                      […]

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna

Stjórn Skagfirðings hefur staðfest við LH að  Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 13. – 16. júlí 2017. Þetta verður stórt og mannmargt fjölskyldumót og mun vekja enn frekari athygli á frábæru keppnisaðstöðu að Hólum og í Skagafirði almennt. Nú þurfum við félagsmenn og annað áhugafólk um íslenska hestinn […]

Stóðhestar í Torfgarði

Stóðhestaeigendur sem eruð með hross í Torfgarði athugið: Það verður smalað í Torfgarði miðvikudaginn 30. nóv n.k. Afgreiðsla á hestunum verður á milli kl. 11.00 og 13.00 sama dag. Vinsamlegast hafið samband við Jónínu í gsm: 8648208 og fáið reiknisnúmer til að gangið frá greiðslu áður en náð er í hrossin. Hross verða ekki afhent […]

Afrekshópur LH

Að verkefninu standa landsliðsnefnd, æskulýðsnefnd og menntanefnd LH. Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri landsliðsins var ráðinn verkefnisstjóri til 2ja ára aðsent mynd Í ár stofnaði Landsamband hestamanna afrekshóp ungmenna með það sem aðalmarkmið að undirbúa þau sem best til þátttöku á stórmótum hérlendis og erlendis. Reiðkennsla og fræðsla á öllum sviðum keppnishestamennsku ásamt því að þjálfast […]

Frá stjórn !!

Torfgarðsnefndin vill kanna áhuga félagsmanna fyrir að standa að vetrarfóðrun stóðhesta í Torfgarði í vetur. Þeir sem hafa áhuga frá frekari upplýsignar hjá Torfgarðsnefndinni fyrir lok nóvember mánaðar: Halli í Enni í síma: 822 896, Arnór Gunn í síma: 8927496 eða Jónínu í Gröf: 8648208. Stjórnin

Glæsileg uppskeruhátíð !!

Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélagsins Skagfirðings og HSS var haldin í Ljósheimum sl. föstudagskvöld. Veitt voru verðlaun í hinum ýmsu flokkum.  Gísli Einarsson sló á létta strengi og Þorvaldur Kristjánsson fór yfir árangur kynbótahrossa.  Veglegar veitingar voru í boði og áttu Skagfirskir hestamenn góða kvöldstund. Ekki verður á neinn hallað þótt sérstaklega sé minnst á Þórarinn Eymundsson en […]

Tilnefningar

Tilnefningar í öllum flokkum Hestamannafélagsins Skagfirðings BarnaflokkurAnna Sif MainkaBjörg IngólfsdóttirFlóra Rún HaraldsdóttirKatrín Ösp BergsdóttirKristinn Örn GuðmundssonJúlía Kristín PálsdóttirSara Líf ElvarsdóttirTrausti IngólfssonÞórgunnur Þórarinsdóttir UnglingaflokkurFreydís Þóra BergsdóttirGuðný Rúna VésteinsdóttirIngun IngólfsdóttirStefanía SigfúsdóttirViktoría Eik Elvarsdóttir UngmennaflokkurÁsdís Ósk ElvarsdóttirFinnbogi BjarnasonRósanna ValdimarsdóttirSonja Sigurgeirsdóttir Knapi ársins í UngmennaflokkÁsdís Ósk ElvarsdóttirFinnbogi BjarnasonRósanna ValdimarsdóttirSonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Íþróttaknapi ársinsBjarni JónassonMette MansethÞórarinn Eymundsson Gæðingaknapi ársinsMette MansethÞórarinn […]