Lummudagar – Teymt undir börnum á hestum í reiðhöllinni
Hestafjör Föstudaginn 28.júní kl.16-18 mun Æskulýðsstarf Skagfirðings verða með hesta í reiðhöllinni á Sauðárkróki þar sem börn á aldrinum 5-10 ára geta komið og kynnt sér íslenska hestinn og verður í boði að teyma undir börnum 🙂 Allir velkomnir 🙂
Kvennareið Skagfirðings
Skráning á facebookviðburðinum Ýtið hér eða á saragisladottir@gmail.com fyrir kl.20 þann 3.júlí 🙂 Mæting laugardaginn 6.júlí við Kjálkabrúnna (á Kjálkaafleggjaranum) kl.14:00 og lagt af stað kl.15:00.Riðið í Merkigil, 15-20 kmSunnudagur: Lagt af stað yfir í Lýtingsstaðahrepp hinn forna og endað í Goðdölum. Tvær leiðir í boði: Veginn niður í Goðdali eða yfir Hlíðarfjallið yfir í Bjarnastaðahlíð […]
Hrossakjötsveislan heppnaðist vel
Á föstudagskvöldið sl. hélt 60+ hópurinn mikila og glæsilega hrossakjötsátveislu í Tjarnarbæ. Fjölmenntu félagar Skagfirðings til veislunnar og tóku vel til matar síns. Halli í Enni lagði til saltaða folaldsmeri, feita og fína, og var það mál manna að betra hrossakjöt væri vanfundið, afbragðsvara, bragðgott og feitt. Að loknum málsverði las höfðinginn á Enni uppúr […]
Hestadagar 16.-18.ágúst
Hestadagar 2019 verða í Fljótum 16. – 18. ágúst. Þessa helgi hittast félagar hestamannafélaganna Skagfirðings, Gnýfara og Glæsis og gera sér glaðan dag saman, margir koma ríðandi á svæðið eða taka eftir áhuga og getu þátt í hluta eða allri helginni. Svona verður dagskráin í grófum dráttum:Þeir sem vilja koma ríðandi á svæðið á föstudaginn, […]
Niðurstöður frá Íþróttamóti Skagfirðings 15.-16.júní sl.
Mótahald í Skagafirði er fremur öflugt þetta vorið og hélt hestamannafélagið Skagfirðingur íþróttamót sitt um helgina. Fyrr í sumar var íþróttamót haldið heima á Hólum, auk þess að Skeiðfélagið Náttfari hefur haldið 2 skeiðleika. Það má því segja að nóg sé um að vera í Skagafirði, sem er jú eitt rómaðasta hestahérað landsins.(Frétt af www.eidfaxi.is) […]
Jónsmennsuferð Skagfirðings
Aðgangur að Worldfeng
Allir félagar í Hestamannafélaginu Skagfirðingi, sem hafa greitt félagsgjöldin fyrir árið 2019, geta sótt um fríian aðgang að Worldfeng. Vinsamlega sendið fullt nafn, kennitölu og rétt netfang á asa@midsitja.is og félagar fá endursent aðgangsorð og notendanafn Worldfeng um hæl. SumarkveðjaStjórnin
Opin gæðingakeppni Hrings og úrtaka fyrir fjórðungsmót
Opin Gæðingakeppni Hrings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Hestamannafélagið Hringur mun halda opið gæðingamót sitt dagana 14 – 15 júní n.k. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir félagsmenn Hrings fyrir Fjórðungsmót Austurlands sem haldið verður síðar í sumar. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:A – flokki gæðinga Skráningargjald 3.500 á hestB – flokki gæðinga Skráningargjald 3.500 á hestB […]
Samatekt frá Félagsmóti Skagfirðings
Félagsmót Skagfirðings var haldið í dag 1.júní á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Mótið fór vel fram þar sem knapar voru prúðir og tímanlegir og endað var á grilli í félagsheimilinu Tjarnabæ að móti loknu. Mótanefnd Skagfirðings vill þakka knöpum og starfsfólki kærlega fyrir skemmtilegt félagsmót. Framgangur móts hefur gengið rosa vel, knapar prúðir og tímanlegir. […]