Knapar í hestahúsahverfinu á Sauðárkróki!

Búast má við að heyra skothvelli í hestahúsahverfinu á Sauðárkróki, fimmtudagsmorguninn 30.nóvember en þá munu æfingar standa yfir á vegum lögreglunnar.
Verðlaunahafar Skagfirðings 2023

Árshátíð og uppskeruhátíð Skagfirðings fór fram í gær, föstudag á Kaffi Krók. Eins og venja er voru knapar ársins hjá félaginu verðlaunaðir. Hér fyrir neðan má lesa um útnefnda knapa í hverjum flokki ásamt hluta af þeirra árangri í sumar. Skagfirðingur hefur í nokkur ár verðlaunað félagsmann ársins, en það er sá félagsmaður sem hefur að […]
Árshátíð & uppskeruhátíð

Árshátíð & uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin föstudaginn 3. nóvember á Kaffi Krók. Húsið opnar 19:30 en borðhald hefst 20:00. Takmarkaður fjöldi miða í boði svo um að gera að vera tímanlega í að panta – Miðasala er hafin og hægt er að panta í skilaboðum hjá Skagfirðingur hestamannafélag eða hjá Rósa, Unni Rún (s. 846-6202), Sigurlína Erla & Sigrún Rós! […]
Árangur knapa óskast

Skagfirðingur óskar eftir upplýsingum um árangur félagsmanna á íþróttamótum, gæðingamótum og skeiðgreinum á árinu 2023. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2023 í eftirfarandi flokkum: *Knapi ársins í barnaflokki *Knapi ársins í unglingaflokki *Knapi ársins í ungmennaflokki *Knapi ársins í áhugamannaflokki *Íþróttaknapi ársins *Gæðingaknapi ársins *Skeiðknapi ársins *Knapi ársins Árangursupplýsingar skulu sendast á […]
Frá ferðanefnd Skagfirðings

Fjall í KolbeinsdalHelgina 18. til 20. ágúst er áætlað að ríða frá Sauðárkróki og upp í Fjall í Kolbeinsdal og gista í tvær nætur. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfinu kl. 15 á föstudeginum. Þar verður staðsett trússkerra sem hægt er að setja föggur sínar í. Á laugardeginum verður riðið fram Kolbeinsdal og á sunnudaginn […]
Unglingalandsmót 2023 á Sauðárkróki

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki. Skráning sjálfboðaliða. Unglingalandsmótið 2023 sem haldið verður hér á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina verður það 24. í röðinni. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og líkur sunnudaginn 6. ágúst. Unglingalandsmót hafa verið haldin á Sauðárkróki árin 2004, 2009 og 2014 með hjálp margrar handa. Þegar Landsmót Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var haldið hér […]
Fákaflug 2023 í júlí

Félagsmót Skagfirðings – Úrslit

ÚRSLIT FÉLAGSMÓT SKAGFIRÐINGS 2023 B-flokkur 1 Hákon frá Vatnsleysu / Björn Fr. Jónsson 8,75 2 Spenna frá Bæ / Barbara Wenzl 8,74 3 Lukka frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson 8,61 4-6 Þruma frá Narfastöðum / Unnur Sigurpálsdóttir 8,44 4-6 Sporður frá Gunnarsstöðum / Finnbogi Bjarnason 8,44 4-6 Jökull frá Nautabúi / Magnús Bragi Magnússon 8,44 […]
Félagsgjöld 2023

Kæri félagi hestamannafélagsins Skagfirðings, Greiðsluseðill hefur verið sendur vegna félagsgjalds ársins 2023 og birtist í heimabanka allra félagsmanna 18 – 66 ára. Ný stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings tók við á aðalfundi félagsins þann 16. mars s.l. Stjórn skipa: Elvar Einarsson (formaður), Bjarni Jónasson (varaformaður), Stefanía Inga Sigurðardóttir (gjaldkeri), Unnur Rún Sigurpálsdóttir (ritari) & Sigurlína Erla Magnúsdóttir. […]
Ársskýrsla stjórnar 2022

Hestamannafélagið Skagfirðingur Hestamannafélagið Skagfirðingur stóð fyrir öflugu og góðu félagsstarfi á árinu 2022. Stjórn hittist reglulega og byrjaði árið hjá stjórn á fundi á Blönduósi þar sem hestamannafélögin í kring hittu stjórnarmeðlimi Landssambands hestamanna. Veturinn fór vel af stað hvað varðar mótahald þar sem Skagfirska mótaröðin var vel sótt og góð þátttaka í öllum flokkum, […]