Reglur LH um sóttvarnir samþykktar

Reglur Landssambands hestamannafélaga um sóttvarnir á æfingum og mótum vegna COVID-19 hafa verið samþykktar af sóttvarnaryfirvöldum. Þar með er heimilt að halda mót í hestaíþróttum ef þess er gætt að reglunum sé fylgt í þaula. Við biðjum mótshaldara og keppendur um að kynna sér reglurnar vel. Vakin er athygli á því að áhorfendabann er á […]

Heimasíðan komin til starfa aftur!!

Búið er að laga heimasíðu Skagfirðings þannig að fréttir fara að berast þangað aftur á ný.Við minnum á að senda allar tilkynningar og fréttir á tolvunefnd@gmail.com.Einnig er hægt að hafa samband í gegnum Skagfirðings fésbókarsíðuna (messenger).Kær kveðja, Tölvunefnd Skagfirðings.

Tilkynning frá Ferðanefnd!!

Tilkynning frá ferðanefnd!!Hestaferð í Fjall frestað!!!Ekkert verður úr hestaferð í Fjall í Kolbeinsdal á vegum Hestamannafélagsins Skagfirðings vegna Covid-19.Ferðanefndin þakkar þátttakendum sumarsins fyrir samstarf og samveru.Kær kveðja, Ferðanefnd Skagfirðings.

Gæðingamót Hrings

Opin Gæðingakeppni Hrings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Hestamannafélagið Hringur mun halda opið gæðingamót sitt dagana 20 – 21 júní n.k. ATH. breytta dagsetningu Keppt verður í eftirfarandi flokkum: A – flokki gæðinga       Skráningargjald 3.500 á hest B – flokki gæðinga       Skráningargjald 3.500 á hest B – flokki ungmenna    Skráningargjald 2.500 á hest Unglingaflokki              Skráningargjald 2.500 […]

Ferðanefnd Skagfirðings; ferðir í sumar

Tilkynning frá Ferðanefnd Skagfirðings:Nú er upplagt að láta sig hlakka til að ferðast um landið okkar í sumar og því langar okkur að upplýsa um þær ferðir sem eru nú þegar komnar á blað hjá nefndinnil.Drög að ferðum sumarsins 2020:Jónsmessuferð í Skessuland, sunnan Hellulands 20. júní.Dagsferð í Reyki, Reykjaströnd 4. júlí.Ferð í Merkigil 24. júlí […]

Farandbikarar

Stjórn Skagfirðings vill biðja félagsmenn um að athuga hvort þeir séu með farandbikara í fórum sínum, bæði þá sem voru afhentir fyrir og eftir stofnun Skagfirðings. Má koma þeim til stjórnarmanna. Kær kveðja,Stjórn Skagfirðings

Hólamótið – Úrslit frá fimmtudeginum

Hólamót – Íþróttamót UMSS og SkagfirðingsFimmtudagurinn 4.maí Fyrsti dagur á Hólamótinu / Íþróttamóti UMSS og Skagfirðings fór fram í dag þar sem keppt var í fimmgangi og skeiði. Í fimmgangi F1 opnum flokki sigraði Bjarni Jónasson á Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli með einkunnina 7,88. Rétt á eftir kom Þórarinn Eymundsson með Þráinn frá Flagbjarnarholti og […]

Úrslit úr firmakeppni Skagfirðings

Venjulega hefur firmakeppnin farið fram á sumardaginn fyrsta en vegna Covid-19 var ákveðið að fresta henni til betri tíma og kom sá tími mánudaginn 2.júní í blíðskaparveðri á Sauðárkróki. Fjölmennt var á svæðinu og gekk mótið afar vel. Sérstaklega var gaman að sjá hversu margir tóku þátt í yngstu flokkunum og greinilegt að framtíðin er […]

Efri mýrar hólfið

Efri mýrar hólfið er opið um helgar og rauða daga fyrir skuldlausa félaga.Rafmagn er ekki komið á.Hvetjum við þá sem eru með hólf að athuga girðingar og laga það sem þarf svo hægt sé að koma rafmangi á hólfin sem fyrst.Hverfisnefndin.